SKÁLDSAGA Á ensku

Little Women

Skáldsagan Little Women eftir bandaríska rithöfundinn Louisa May Alcott (1832–1888) var upphaflega gefin út í tveimur bindum árin 1868 og 1869. Um leið og fyrra bindi sögunnar kom út urðu lesendur jafnt sem gagnrýnendur afar hrifnir og vildu fá að vita meira um persónur sögunnar. Alcott lauk fljótt við annað bindið og hlaut það einnig góðar viðtökur. Skáldsagan var svo gefin út í einu lagi árið 1880. Sagan nýtur enn vinsælda og hefur oft verið kvikmynduð og sett á svið.

Little Women segir frá uppvexti systranna Meg, Jo, Beth og Amy, og er lauslega byggð á eigin lífi höfundar og systra hennar þriggja. Alcott skrifaði tvær sögur í viðbót um March-systurnar: Little Men (1871) og Jo's Boys (1886).


HÖFUNDUR:
Louisa May Alcott
ÚTGEFIÐ:
2018
BLAÐSÍÐUR:
bls. 538

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :